Fyrir

fyrirtæki

Ég hef ástríðu fyrir því að gera vinnustaði mannlegri og byggja upp jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningu.


Ég kem inn í fyrirtæki með fyrirlestra, námskeið, teymismarkþjálfun auk ráðgjafar fyrir stjórnendur um mannauðsmál, markaðsmál, stjórnun og stefnumótun.


Þjónustan er alltaf sniðin að þörfum þíns fyrirtækis. Heyrðu í mér og finnum réttu lausnina fyrir þig og þinn vinnustað.

Um mig

Happy Freelancer Working at Home

Meiri mennsku

á vinnustaðinn

90 mínútna fyrirlestur um mikilvægi þess að gefa mennskunni og mannlegu þáttunum meira rými inni á vinnustaðnum.


Light Blue Minimalist Home Desk Background
Teamwork Power Successful Meeting Workplace Concept

Mannlegri menning

og samskipti

3 x 2 klst námskeið um mikilvægi þess að gefa mennskunni og mannlegu þáttunum meira rými á vinnustaðnum.


Fyrirlestrar og gagnvirkar æfingar til að færa hið mannlega fram í dagsljósið, styrkja samskipti og dýpka tengsl.

Minimalist Office Desk Flatlay
Collaborative Creative Team Creative Working on Branding

Liðsheild, gleði og

skapandi hugsun

3 x 2 klst námskeið um mikilvægi liðsheildar og samvinnu á vinnustaðnum og hvernig við getum stutt hvert annað í átt að sameiginlegum markmiðum með gleði, sköpun og mennsku í fararbroddi.


Fyrirlestrar og gagnvirkar æfingar.

A Laughing Japanese Girl

Gleði og gróska

á vinnustaðnum

90 mínútna fyrirlestur um mikilvægi þess að gefa gleðinni meira rými á vinnustaðnum og leiðir til þess að rækta hana og viðhalda henni. Jafnvel þegar streitan steðjar að.


Gleði er gjöfull jarðvegur fyrir grósku, jákvæðni, liðsheild og samvinnu.


Light Blue Minimalist Home Desk Background
Agile Business Team

Fyrirtækjaráðgjöf

og markþjálfun

Ég veiti ýmis konar ráðgjöf og markþjálfun til fyrirtækja og stjórnenda.


  • Stefnumótun
  • Mannauðsmál
  • Markaðsmál
  • Stjórnendamarkþjálfun
  • Sérsniðnir fyrirlestrar og námskeið
  • Styrkleikaþjálfun
  • Bætt fyrirtækjamenning
Minimalist Office Desk Flatlay
Business Team

Teymismarkþjálfun

Markþjálfun í teymum er einstaklega árangursrík leið til þess að bæta líðan, samskipti og árangur fólks innan teymisins.


Teymisþjálfun er til þess fallin að auka vellíðan og velgengni starfsmanna, bæta þar með starfsanda, samskipti, samstarf og vinnugleði sem leiðir af sér aukin afköst, framleiðni og hagnað fyrirtækisins.

Um mig

Ég er Lella, ACC vottaður markþjálfi, mannauðs- og markaðssérfræðingur með fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.


Ég er sterkur leiðtogi og breytingaafl sem nýtir aðferðir markþjálfunar til að styðja fólk og fyrirtæki til vaxtar. Ég hef mikla reynslu af verkefnastjórnun, markaðsmálum, samskiptum og stýringu mannauðs.


Ég hef undanfarin ár starfað við markaðsmál og samskipti i ferðaþjónustu og hef verið ófeimin við að horfa út fyrir kassann og feta nýjar slóðir. Einnig hef ég greint vinnustaðamenningu, samskipti og vinnuferla og lagt fram leiðir til úrbóta. Ég hef mikla reynslu af því að efla mannlega þáttinn á vinnustöðum og byggja upp jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningum


Ég er með ACC vottun frá International Coaching Federation með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Auk þess er ég með BA gráðu í sálfræði. Ég er líka WorkHuman Certified Professional. Einnig hef ég sótt námskeið og fyrirlestra um hvetjandi forystu, jákvæða sálfræði og núvitund á vinnustað og finnst ég þar hafa komist í algjöra gullnámu.


Ég er líka með réttindi til að gera NBI huggreiningar sem eru ótrúlega sterkt tól þegar verið er að vinna með teymi og bæta samskipti.

Hafðu samband

Lella Erludóttir

868-1223

lella@lella.is

Instagram Outline Logo
Simple Facebook Icon