Markþjálfun fyrir fólk

og fyrirtæki

Lella markþjálfi hjálpar þér að vaxa.

Taktu næsta skref í átt að árangri

Hvað er markþjálfun?

Markþjálfun er fyrir alla þá sem vilja auka ástríðu, árangur og afköst.


Tilgangur markþjálfunar er að einstaklingar upplifi ríkari tilgang, lífshamingju, sigra og sátt. Markþjálfun er vettvangur visku, virðingar & trausts og miðar að því að markþjálfi styðji marksækjanda í að taka fulla ábyrgð og stjórn á eigin lífi og líðan með sjálfsrækt að leiðarljósi. Þú ákveður umræðuefnið og hvernig árangur lítur út í þínum huga. Mitt hlutverk er að fylgja þér á þínu ferðalagi. Ég held utan um ferlið og beini þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum og legg þannig grunn að rými fyrir viðhorfsbreytingar, sjálfsskoðun og vöxt.


Markþjálfun á rætur að rekja í virtar fræðigreinar, m.a. jákvæða sálfræði, leiðtogafræði, stefnumótun, íþróttafræði, hugræna atferlismeðferð (HAM), geðlækningar, sálgæslu, tilvistarsálfræði, uppeldisfræði og NLP.


Hlutverk mitt sem markþjálfa er að styðja þig í að finna hugrekki til að sækja þína drauma og framtíðarsýn.


Markþjálfi beitir kerfisbundnum samtalsaðferðum og aðstoðar markþega að stytta leiðina að settu marki. Í markþjálfun felst samvinna markþjálfa og markþega þar sem rýkir traust og gagnkvæm virðing. Í markþjálfun er unnið með styrkleika markþegans til að ýta undir áhuga hans og ástríðu.


Markþjálfun er leið til að:


 • Kanna möguleika og tækifæri
 • Finna og forgangsraða markmiðum
 • Rýna í hindranir, óleyst verk og ókláruð mál
 • Hámarka árangur, gæðastundir, hamingju og lífsgleði
 • Losa sig við óþarfa og óþægindi úr lífinu


Um mig

Ég er Lella, ACC vottaður markþjálfi, mannauðs- og markaðssérfræðingur með fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.


Ég er sterkur leiðtogi og breytingaafl sem nýtir aðferðir markþjálfunar til að styðja fólk og fyrirtæki til vaxtar. Ég hef mikla reynslu af verkefnastjórnun, markaðsmálum, samskiptum og stýringu mannauðs.


Ég hef undanfarin ár starfað við markaðsmál og samskipti i ferðaþjónustu og hef verið ófeimin við að horfa út fyrir kassann og feta nýjar slóðir. Einnig hef ég greint vinnustaðamenningu, samskipti og vinnuferla og lagt fram leiðir til úrbóta. Ég hef mikla reynslu af því að efla mannlega þáttinn á vinnustöðum og byggja upp jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningum


Ég er með ACC vottun frá International Coaching Federation með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Auk þess er ég með BA gráðu í sálfræði. Ég er líka WorkHuman Certified Professional. Einnig hef ég sótt námskeið og fyrirlestra um hvetjandi forystu, jákvæða sálfræði og núvitund á vinnustað og finnst ég þar hafa komist í algjöra gullnámu.


Ég er líka með réttindi til að gera NBI huggreiningar sem eru ótrúlega sterkt tól þegar verið er að vinna með teymi og bæta samskipti.


Þjónusta

 • Persónulegur vöxtur
 • Starfstengd markþjálfun
 • Markmiðasetning
 • Andleg heilsa
 • Jafnvægi
 • Aukin sjálfsþekking
 • Aukin seigla
 • Aukinn skýrleiki
 • Bætt samskipti
 • Fjarmarkþjálfun
 • Göngumarkþjálfun
 • NBI-huggreiningar
 • Stjórnendamarkþjálfun
 • Teymismarkþjálfun
 • Markmiðasetning
 • Styrkleikaþjálfun
 • Bætt fyrirtækjamenning
 • Bætt yfirsýn
 • Aukið sjálfstraust
 • Aukin leiðtogahæfni
 • Aukin ábyrgð
 • NBI-huggreiningar
 • Samskipti
 • Traust
 • Virðing
 • Sátt
 • Markmiðasetning
 • Jafnvægi
 • Skilningur
 • Lausn ágreinings
 • Aukinn skýrleiki
 • Samræmd framtíðarsýn
 • Samræmd gildi
 • NBI-huggreiningar

Hafðu samband

Lella Erludóttir

868-1223

Instagram Outline Logo
Simple Facebook Icon