Losaðu þig við ​loddaralíðan

  • Upplifir þú loddaralíðan í starfi?


  • Glímir þú við sjálfsefa og ótta við að verða afhjúpuð sem svikahrappur þrátt fyrir afrek þín?


Þá er þetta námskeið hannað fyrir þig!


Komdu með í umbreytandi ferðalag sem mun hjálpa þér að sigrast á loddaralíðan með aðstoð markþjálfunar.

Um mig

Um námskeiðið

Næstu dagsetningar:

Nóvember 2024: 5., 12., og 19. nóvember kl.17-19 - Netnámskeið


Námskeiðinu er ætlað að valdefla þau sem eru að berjast við loddaralíðan, hjálpa þeim að byggja upp ​sjálfstraust, nærveru og hæfni á vinnumarkaði. Notast er við aðferðir markþjálfunar og námskeiðið eru ​sambland kennslu, hagnýtra æfinga og umræðna.


Námskeiðið er sett upp í þrjár 2 klst lotur þar sem við munum skoða fyrirbærið loddaralíðan, hvaðan hún ​kemur, hvernig hún birtist og hvaða áhrif hún hefur. Við munum einnig kynna okkur hagnýt verkfæri og æfingar ​sem auðvelda okkur að vinna bug á henni.


Námskeiðið byggir á markvissum kennslustundum, umræðum og verklegum æfingum. Markmiðið er að stuðla ​að persónulegum vexti þátttakenda og faglegri þróun, ásamt auknu sjálfstrausti og sátt í starfi. Við munum fara ​í töluverða sjálfsvinnu, deila sögum og styrkja okkur til framtíðar.


Aðeins 12 sæti eru í boði á námskeiðinu til að tryggja persónulega nálgun.


Á námskeiðinu er lagt upp með að þú lærir að:


  • Skilja rætur: Uppgötvir hvaðan loddaralíðan kemur og hvernig hún birtist í þínu lífi og starfi.


  • Greina áhrif: Lærir hvernig loddaralíðan hefur áhrif á frammistöðu þína, samskipti og starfsframa.


  • Þróa hagnýtar aðferðir: Fáir verkfæri og tækni til að byggja upp sjálfstraust, seiglu og ákveðni á vinnustað.


Vaxa í starfi: Umbreytir sjálfsefa í sjálfstrú og stígir inn í starf þitt af öryggi og ákveðni. Náir sátt og lærir að nýta lærdóminn til áfrahaldandi uppbyggingar í starfi.

Dagskrá:


Lota 1: Að skilja loddaralíðan

  • Hvað er loddaralíðan?
  • Hvaðan kemur hún?
  • Hvernig birtist hún?
  • Hagnýtar æfingar


Lota 2: Loddaralíðan í starfi

  • Hvernig hefur loddaralíðan áhrif á okkur í starfi?
  • Að bera kennsl á loddaralíðan hjá sjálfum sér og öðrum
  • Fimm birtingarmyndir loddaralíðanar
  • Hagnýtar æfingar


Lota 3: Að vinna bug á loddaralíðan og vaxa í starfi

  • Að læra að sleppa loddaralúðanum
  • 10 skref til að losa sig við loddaralíðan
  • Að tileinka sér C-in þrjú
  • Aðferðir til að fara út fyrir þægindarammann og stíga inn í möguleika sína
  • Hagnýtar æfingar

Um mig

Ég er Lella, ACC vottaður markþjálfi, mannauðs- og markaðssérfræðingur með fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.


Ég er sterkur leiðtogi og breytingaafl sem nýtir aðferðir markþjálfunar til að styðja fólk og fyrirtæki til vaxtar. Ég hef mikla reynslu af verkefnastjórnun, markaðsmálum, samskiptum og stýringu mannauðs.


Ég hef undanfarin ár starfað við markaðsmál og samskipti i ferðaþjónustu og hef verið ófeimin við að horfa út fyrir kassann og feta nýjar slóðir. Einnig hef ég greint vinnustaðamenningu, samskipti og vinnuferla og lagt fram leiðir til úrbóta. Ég hef mikla reynslu af því að efla mannlega þáttinn á vinnustöðum og byggja upp jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningum


Ég er með ACC vottun frá International Coaching Federation með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Auk þess er ég með BA gráðu í sálfræði. Ég er líka WorkHuman Certified Professional. Einnig hef ég sótt námskeið og fyrirlestra um hvetjandi forystu, jákvæða sálfræði og núvitund á vinnustað og finnst ég þar hafa komist í algjöra gullnámu.


Ég er líka með réttindi til að gera NBI huggreiningar sem eru ótrúlega sterkt tól þegar verið er að vinna með teymi og bæta samskipti.


Hafðu samband

Lella Erludóttir

868-1223

lella@lella.is

Instagram Outline Logo
Simple Facebook Icon