LOSAÐU ÞIG VIÐ LODDARALÍÐAN

NÆSTA NÁMSKEIÐ HEFST 4. mars
NETNÁMSKEIÐ
3 X 1 KLST + MARKÞJÁLFUNARSAMTAL

  • Upplifir þú loddaralíðan í starfi?

  • Glímir þú við sjálfsefa og ótta við að verða afhjúpuð sem svikahrappur þrátt fyrir afrek þín?

  • Vilt þú finna þína rödd og efla sjáfstraust og áræðni?

  • Vilt þú læra um loddaralíðan, hvernig hún birtist og hvaða áhrif hún hefur?

  • Vilt þú læra að losa þig undan loddaralíðan?

Þá er þetta námskeið hannað fyrir þig!

Komdu með í umbreytandi ferðalag sem mun hjálpa þér að sigrast á loddaralíðan með aðstoð markþjálfunar.

Námskeiðsdagar:
4. mars kl.12
11. mars kl.12
18. mars kl.12

Verð: 18.900 kr

  • Þessu þriggja daga námskeiði er ætlað að valdefla þau sem eru að berjast við loddaralíðan, hjálpa þeim að byggja upp ​sjálfstraust, nærveru og hæfni á vinnumarkaði. Notast er við aðferðir markþjálfunar og kennslustundir eru ​sambland kennslu, hagnýtra æfinga og umræðna.

  • Dagur 1 / Að skilja loddaralíðan

    Hvað er loddaralíðan?

    Hvaðan kemur hún?

    Hvernig birtist hún?

    Hagnýtar æfingar

  • Dagur 2 / Loddaralíðan í starfi

    Hvernig hefur loddaralíðan áhrif á okkur í starfi?

    Að bera kennsl á loddaralíðan hjá sjálfum sér og öðrum

    Fimm birtingarmyndir loddaralíðanar

    Hagnýtar æfingar

  • Dagur 3 / Að vinna bug á loddaralíðan

    Að læra að sleppa loddaralúðanum

    10 skref til að losa sig við loddaralíðan

    Að tileinka sér C-in þrjú

    Aðferðir til að fara út fyrir þægindarammann og stíga inn í möguleika sína

    Hagnýtar æfingar

Umsagnir

  • Ég fékk betri skilning á þessu fyrirbæri og hvernig það hefur (haft) áhrif á mitt líf.

    Ánægður viðskiptavinur

  • Það er gott að sjá að það eru fleiri en maður sjálfur með loddara hugsanir

    Ánægður viðskiptavinur

  • Ég sótti námskeið um Loddarlíðan og fannst efnið frábært! Yfirferðin var góð og margt sem ég tengdi við. Verkfærin sem Lella bíður upp á er sniðug og góð í tólaboxið!

    Ánægður viðskiptavinur

um námskeiðið

Námskeiðinu er ætlað að valdefla þau sem eru að berjast við loddaralíðan, hjálpa þeim að byggja upp ​sjálfstraust, nærveru og hæfni á vinnumarkaði. Notast er við aðferðir markþjálfunar og námskeiðið eru ​sambland kennslu, hagnýtra æfinga og umræðna.

Námskeiðið er sett upp í þrjár 1 klst hádegislotur þar sem við munum skoða fyrirbærið loddaralíðan, hvaðan hún ​kemur, hvernig hún birtist og hvaða áhrif hún hefur. Við munum einnig kynna okkur hagnýt verkfæri og æfingar ​sem auðvelda okkur að vinna bug á henni.

Námskeiðið byggir á markvissum kennslustundum, umræðum og æfingum. Markmiðið er að stuðla ​að persónulegum vexti þátttakenda og faglegri þróun, ásamt auknu sjálfstrausti og sátt í starfi. Við munum fara ​í töluverða sjálfsvinnu, deila sögum og styrkja okkur til framtíðar.

Á námskeiðinu er lagt upp með að þú lærir að:

  • Skilja rætur: Uppgötvir hvaðan loddaralíðan kemur og hvernig hún birtist í þínu lífi og starfi.

  • Greina áhrif: Lærir hvernig loddaralíðan hefur áhrif á frammistöðu þína, samskipti og starfsframa.

  • Þróa hagnýtar aðferðir: Fáir verkfæri og tækni til að byggja upp sjálfstraust, seiglu og ákveðni á vinnustað.

Vaxa í starfi: Umbreytir sjálfsefa í sjálfstrú og stígir inn í starf þitt af öryggi og ákveðni. Náir sátt og lærir að nýta lærdóminn til áfrahaldandi uppbyggingar í starfi.

Námskeiðsdagar:
4. mars kl.12
11. mars kl.12
18. mars kl.12

HVAÐ ER INNIFALIÐ

  • 3 X 1 klst námskeið undir handleiðslu sérfræðings

  • Vinnubók með hagnýtum æfingum

  • 1 x tími í persónulegri markþjálfun (kostar 18.900 kr)