Markþjálfun

Markþjálfun er fyrir öll þau sem vilja auka ástríðu, árangur og afköst.

Tilgangur markþjálfunar er að einstaklingar upplifi ríkari tilgang, lífshamingju, sigra og sátt. Markþjálfun er vettvangur visku, virðingar & trausts og miðar að því að markþjálfi styðji marksækjanda í að taka fulla ábyrgð og stjórn á eigin lífi og líðan með sjálfsrækt að leiðarljósi. Þú ákveður umræðuefnið og hvernig árangur lítur út í þínum huga. Mitt hlutverk er að fylgja þér á þínu ferðalagi. Ég held utan um ferlið og beini þér að kjarna málsins með beinum tjáskiptum og kraftmiklum spurningum og legg þannig grunn að rými fyrir viðhorfsbreytingar, sjálfsskoðun og vöxt.

Markþjálfun á rætur að rekja í virtar fræðigreinar, m.a. jákvæða sálfræði, leiðtogafræði, stefnumótun, íþróttafræði, hugræna atferlismeðferð (HAM), geðlækningar, sálgæslu, tilvistarsálfræði, uppeldisfræði og NLP.

Hlutverk mitt sem markþjálfa er að styðja þig í að finna hugrekki til að sækja þína drauma og framtíðarsýn.

Markþjálfi beitir kerfisbundnum samtalsaðferðum og aðstoðar markþega að stytta leiðina að settu marki. Í markþjálfun felst samvinna markþjálfa og markþega þar sem rýkir traust og gagnkvæm virðing. Í markþjálfun er unnið með styrkleika markþegans til að ýta undir áhuga hans og ástríðu.

Markþjálfun er leið til að:

  • Kanna möguleika og tækifæri

  • Finna og forgangsraða markmiðum

  • Rýna í hindranir, óleyst verk og ókláruð mál

  • Hámarka árangur, gæðastundir, hamingju og lífsgleði

  • Losa sig við óþarfa og óþægindi úr lífinu

Ég sérhæfi mig í starfstengdri vinnu með fólki sem vill kynnast eigin möguleikum og styrk, setja sér markmið, ná jafnvægi vinnu og einkalífs og bæta eigið líf. Vinn einnig með fyrirtækjum að bættri fyrirtækjamenningu og teymismarkþjálfun.

Ég vil gjarnan hjálpa þér að leysa úr læðingi þá krafta sem innra með þér búa. Heyrðu í mér og byrjum að skapa þér jarðveg og umhverfi þar sem þú getur vaxið og dafnað.