uM MIG

Ég er Lella, ACC vottaður markþjálfi, mannauðssérfræðingur, viðskiptafræðingur og markaðskona með fjölbreytta reynslu úr íslensku atvinnulífi.

Ég er sterkur leiðtogi og breytingaafl sem nýtir aðferðir markþjálfunar til að styðja fólk og fyrirtæki til vaxtar. Ég hef mikla reynslu af verkefnastjórnun, markaðsmálum, samskiptum og stýringu mannauðs.

Ég hef undanfarin ár starfað við markaðsmál og samskipti i ferðaþjónustu og hef verið ófeimin við að horfa út fyrir kassann og feta nýjar slóðir. Einnig hef ég greint vinnustaðamenningu, samskipti og vinnuferla og lagt fram leiðir til úrbóta. Ég hef mikla reynslu af því að efla mannlega þáttinn á vinnustöðum og byggja upp jákvæða og hvetjandi vinnustaðamenningum

Ég er með ACC vottun frá International Coaching Federation með meistaragráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í blaða- og fréttamennsku frá sama skóla. Auk þess er ég með BA gráðu í sálfræði. Ég er líka WorkHuman Certified Professional. Einnig hef ég sótt námskeið og fyrirlestra um hvetjandi forystu, jákvæða sálfræði og núvitund á vinnustað og finnst ég þar hafa komist í algjöra gullnámu.

Ég sérhæfi mig í starfstengdri markþjálfun með fólki sem vill kynnast eigin möguleikum og styrk, setja sér markmið, ná jafnvægi vinnu og einkalífs og bæta eigið líf. Vinn einnig með fyrirtækjum að bættri fyrirtækjamenningu og teymismarkþjálfun.

Ég er líka með réttindi til að gera NBI huggreiningar sem eru ótrúlega sterkt tól þegar verið er að vinna með teymi og bæta samskipti.

Ég vil gjarnan hjálpa þér að leysa úr læðingi þá krafta sem innra með þér búa. Heyrðu í mér og byrjum að skapa þér jarðveg og umhverfi þar sem þú getur vaxið og dafnað.

UMSAGNIR