10 GÓÐAR ÁSTÆÐUR
Við búum í hröðu og síkviku samfélagi þar sem aðstæður á vinnumarkaði eru í stanslausri mótun. Starfsfólk staldrar styttra við á hverjum vinnustað og sækist oftar eftir nýjum tækifærum, fleiri áskorunum og umhverfi þar sem styrkleikar þeirra og þekking fá að njóta sín. Sífellt fleiri vilja líka aukið jafnvægi vinnu og einkalífs og mörg vilja starf sem samræmist þeirra persónulegu gildum og lífsmarkmiðum. Það getur virkað yfirþyrmandi að feta sína slóð í þessu umhverfi. Það getur verið flókið að setja sér markmið, byggja upp sjálfstraust, treysta sér út fyrir þægindarammann, komast upp í djúpum hjólförum, yfirvinna áskoranir, rækta vinnusambönd, læra á eigin styrkleika, yfirvinna loddaralíðan, losa sig við hömlur og finna þann jarðveg og það umhverfi sem nærir þig og styður þig til vaxtar. Hér getur starfsmarkþjálfi (e. career coach) veitt ómetanlega leiðsögn.
Hér eru 10 kraftmiklar ástæður fyrir því að starfstengd markþjálfun gæti verið rétta skrefið fyrir þig.
1. Þú stendur á starfstengdum tímamótum
Starfstengd tímamót geta virst yfirþyrmandi, hvort sem þú hefur valið að breyta til eða það kemur til af illri nauðsyn. Hvort sem þú ert að færa þig yfir í nýja atvinnugrein, nýtt hlutverk, vilt sækjast eftir aukinni ábyrgð, ert að reyna að lifa af í eitruðu vinnuumhverfi, þjáist af loddaralíðan eða ert takast á við atvinnumissi, þá getur starfstengd markþjáfun hjálpað þér að öðlast skýra sýn og marka stefnu. Starfsmarkþjálfi hjálpar þér að skoða eigin styrkleika og tækifæri og setja niður markmið og aðgerðir í átt auknu sjálfstrausti og vexti í starfi.
2. Þú vilt brjótast úr hömlum
Það er algengt að upplifa stöðnun á einhverjum tímapunkti á starfsferlinum. Mögulega upplifir þú að þú sért föst í einhverju fari, finnst þú andlaus, kraftur þinn þverr og þú þráir breytingar. Starfsmarkþjálfi getur hjálpað til við að finna út hvað það sem er að halda aftur af þér, hvort sem það er skortur á hæfni, innri efasemdir eða ytri þættir. Saman vinnið þið að því að finna aðferðir til að endurvekja ástríðuna og knýja fram breytingar í þínu starfsumhverfi.
3. Þig vantar að setja starfstengd markmið
Ef þú átt í erfiðleikum með að átta þig á því hvað þú vilt í raun fá út úr þínum starfsferli, getur starfsmarkþjálfi hjálpað til við að öðlast þann skýrleika. Starfsmarkþjálfi sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að skilgreina skammtíma- og langtímamarkmið í starfi, og búa til skýra framtíðarsýn fyrir starfsþróun. Með þennan skýrleika í farteskinu getur þú borið þig eftir tækifærum af festu og áræðni.
4. þú vilt losa þig ivð loddaralíðan
Loddaralíðan er viðvarandi og gegnsýrandi sjálfsefi í starfi og ótti við að vera afhjúpaður sem svikari þrátt fyrir raunveruleg afrek. Loddaralíðan heldur aftur af þér og kemur í veg fyrir að þú náir starfstengdum markmiðum og takist á við verkefni og ábyrgð sem gætu hjálpað þér að blómstra. Starfsmarkþjálfi hjálpar þér að finna rót þinnar loddaralíðanar og koma auka þá það hvernig hún birtist í þínu lífi og hvaða áhrif hún hefur á starfsþróun þína. Hann hjálpar þér að vinna bug á neikvæðu sjálfstali, byggja upp sjálfstraust og kennir þér hagnýtar aðferðir sem þú getur nýtt í lífi og starfi.
5. þú vilt Þróa Leiðtogahæfileika
Ef þú hefur fengið stjórnunarstöðu eða leiðtogahlutverk eða ert að undirbúa þig fyrir meiri ábyrgð, getur starfsmarkþjálfi hjálpað þér að byggja upp hæfni til að blómstra sem leiðtogi. Starfsmarkþjálfi hjálpar þér að efla eigin leiðtogafærni, veitir hagnýt ráð um stjórnun teymis, hvernig á að taka stefnumótandi ákvarðanir og þróa tilfinningagreind sem þarf til að leiða og hvetja aðra.
6. Þú ert í atvinnuleit
Atvinnuleit getur verið yfirþyrmandi, sérstaklega ef þú hefur ekki uppfært ferilskrána eða farið í viðtöl í mörg ár. Starfsmarkþjálfi vinnur með þér að því setja þér skýra stefnu og markmið í atvinnuleitinni, skilgreina hvað það er sem þú sækist eftir og hvað þú hefur fram að færa. Hvort sem það er að fullkomna ferilskrána þína, LinkedIn-prófílinn eða fínpússa viðtalsfærni, þá veitir starfsmarkþjálfi persónulegan stuðning til að hjálpa þér að skera þig úr í samkeppnishæfu atvinnuumhverfi.
7. Þú vilt hraða framþróun í starfi
Ef þú ert tilbúin til að taka næsta skref í starfsferlinum en veist ekki hvernig þú átt að fara að því getur starfsmarkþjálfi hjálpað þér að sjá árangurinn fyrir þér. Hvort sem það er að auka sýnileika þinn innan fyrirtækisins, þróa nýja færni eða semja um stöðuhækkun, mun starfsmarkþjálfi veita þér verkfæri og sjálfstraust til að taka næsta skref.
8. Þú vilt Ná Jafnvægi Vinnu og Einkalífs
Á tímum ofvinnu, kulnunar og álags getur verið erfitt að viðhalda heilbrigðu jafnvægi milli vinnu og einkalífs. Starfsmarkþjálfi hjálpar þér að finna leiðir til að stýra tíma þínum betur, setja mörk og forgangsraða sjálfsumönnun og ná samt starfsmarkmiðum þínum. Starfsmarkþjálfi getur hjálpað þér að marka starfsferil sem styður bæði persónuleg og fagleg markmið þín.
9. Þú tekst á við Áskoranir á Vinnustaðnum
Áskoranir á vinnustaðnum geta verið af ýmsum toga, allt frá erfiðum samskiptum við samstarfsfólk eða yfirmenn, til skrifstofupólitíkur, vinnueineltis eða eitraðarar vinnustaðamenningar. Hverjar sem áskoranirnar eru þá geta þær haft áhrif á þína starfsánægju og andlega líðan. Starfsmarkþjálfi getur veitt hlutlausa sýn, boðið upp á hagnýt ráð og hjálpað þér að þróa samskiptafærni og lausnamiðaða hugsun sem þarf til að takast á við þessar áskoranir á árangursríkan hátt.
10. Þig vantar sjálfstraust fyrir breytingar
Það að skipta um starfsvettvang er stórt skref, en það getur líka verið ein mest gefandi ákvörðun sem þú munt taka. Starfsmarkþjálfi er til staðar fyrir þig í gegnum þessa breytingu og aðstoðar þig við að setja markmið, brjóta þau niður í aðgerðir og útbúa áætlun til að hjálpa þér að sigrast á ótta eða efasemdum sem gætu komið upp í ferlinu. Með stuðningi starfsmarkþjálfa munt þú öðlast aukið sjálfstraust og vera betur undirbúin fyrir næsta kafla á starfsferli þínum.
Starfstengd markþjálfun er ekki bara fyrir þau sem eru á starfstengdum tímamótum eða skortir sjálfstraust. Starfstengd markþjálfun er fyrir öll sem vilja vaxa, þróast og ná árangri starfi. Hvort sem þú stendur á þröskuldi mikilla breytinga í starfi eða ert einfaldlega að leita að leiðsögn í núverandi hlutverki, getur starfsmarkþjálfi hjálpað þér að opna á alla möguleika þína.
Ertu tilbúin að taka næsta skref? Það að fjárfesta í starfstengdri markþjálun er fjárfesting í þér sjálfri — þinni velgengni, starfsánægju og lífsfyllingu.