7 staðreyndir um loddaralíðan

Allt sem þú vildir vita um loddaralíðan en þorðir aldrei að spyrja (af því þú þjáist af loddaralíðan).

Fyrsta skrefið í baráttunni við loddaralíðan er að átta sig á því að hún er til staðar í þínu lífi. Til þess að kveða hana í kútinn þarft þú að skilja fyrirbærið og hvernig hún birtist í þínu lífi. Þegar þú þekkir einkennin og áhrifin, þá getur þú farið að stíga skref í átt að loddaralausu lífi.

Loddaralíðan (impostor syndrome) er viðvarandi og gegnsýrandi sjálfsefi í starfi og ótti við að vera afhjúpaður sem svikari þrátt fyrir raunveruleg afrek. Hún er upplifun af því að við séum ekki nógu góð, að sá árangur sem við höfum náð í starfi sé heppni eða það hafi gerst óvart eða einhver hafi gert okkur greiða. Ekki vegna þess að við höfum unnið fyrir því með okkar ákvörðunum, athöfnum, þekkingu, reynslu og sérhæfingu

Hér eru 7 staðreyndir um loddaralíðan sem öll ættu að vita:

  1. Loddaralíðan er algengari en þú heldur

    Rannsóknir sýna að 70% vinnandi fólks upplifa loddaralíðan að einhverju leyti á einhverjum tímapunkti á sínum starfsferli.

  2. Loddaralíðan hefur áhrif á fólk á öllum aldri, af öllum kynjum, á öllum þjóðfélagsstigum og í öllum störfum og hlutverkum

    Enginn er óhultur eða óvarinn fyrir neikvæðu sjálfstali, sjálfsefa, óöryggi eða vantrú á eigin getu.

  3. Loddaralíðan getur haft alvarleg langtímaáhrif

    Fólk heldur oft að loddaralíðan sé tímabundið ástand sem líður hjá, en reyndin er sú að hún getur haft veruleg alvarleg áhrif á andlega líðan og heilsu. Auk þess hefur hún töluverð áhrif á starfsþróun og möguleika til vaxtar í starfi.

  4. Vinnustaðamenning getur ýtt undir loddaralíðan

    Ofuráhersla á samkeppni, óraunhæfar kröfur, óskýr skilaboð, neikvæðni og niðurrif og skortur á sálrænu öryggi eru kjörinn jarðvegur fyrir loddaralíðan og kulnun

  5. Loddaralíðan á sér ýmsar birtingarmyndir

    Sjálfsefi og óöryggi, vangeta til að taka á móti hrósi og viðurkenningu, ótti við mistök og fullkomnunarárátta eru algengar birtingarmyndir. Loddaralíðan getur birst á mismunandi hátt hjá ólíku fólki í ólíkum aðstæðum.

  6. Ýmis bjargráð geta hjálpað í baráttunni við loddaralíðan

    Þú þarft að þekkja einkenni loddaralíðanar, tileinka þér hugarfar grósku, leita stuðnings, stunda sjálfsmildi og sjálfsumhyggju

  7. Það er hægt að losa sig við loddaralíðan

    Þú þarf að læra að breyta neikvæðu sjálfstali, setja þér raunhæfar væntingar, fagna sigrum og þykja vænt um eigin breyskleika. Fyrsta skrefið er að átta sig á því að þú ert að upplifa loddaralíðan. Næst tekur við ferðalag innávið þar sem þú kynnist þér, þínum tilfinningum, hugsunum, skoðunum og viðhorfum og tekur meðvitaða ákvörðun um að breyta.

Loddaralíðan er leiðindafyrirbæri og getur lagst þungt á fólk. Mörg sem þjást af henni vilja fá aðstoð frá markþjálfa, sálfræðingi, samstarfsfólki, vinum eða fjölskyldu til að takast á við hana. Mikilvægast er að vita að þú ert ekki ein/einn/eitt og ef þú treystir þér í sjálfsvinnuna og að fara út fyrir þægindarammann, þá eru þér allir vegir færir til að vaxa og blómstra loddaralaus.

Ef þú þjáist af loddaralíðan gætir þú haft gagn og gaman af því að læra meira um fyrirbærið, kynnast því hvernig hún birtist í þínu lífi og hvaða áhrif hún hefur.
Námskeiðið Losaðu þig við loddaralíðan gæti verið einmitt það sem þú leitar að.

Previous
Previous

Eitruð jákvæðini á vinnustað

Next
Next

10 GÓÐAR ÁSTÆÐUR